
Reglur Safnmóts
-
Leikdagar í safnmóti eru fastir, þriðjudagar eða laugardagar samkvæmt leikskipulagi FORE.
-
Gerð er krafa um að spilað sé með öðrum FORE manni, þó er hægt að veita undanþágu ef holl eru sett upp þannig.
-
-
Verðlaun eru veitt fyrir 3 efstu sæti, ef leikmenn eru jafnir í sæti þá telst sá með lægri forgjöf fyrir ofan.
-
Ritari sér um skráningu á árangri og gerir stöðu aðgengilega á heimasíðu FORE.
-
Annar hver leikdagur í Safnmóti er höggleikur með forgjöf, hinn leikdagurinn er punktakeppni með forgjöf.
-
Efsta sæti hvers hrings gefur 14 stig, annað 10 stig, þriðja 8 stig, fjórða 7 stig, osfrv.
-
Ef keppendur eru jafnir þá skipta þeir á milli sín þeim stigum sem í boði eru fyrir viðkomandi sæti.
-
Samanlögð stig tímabilsins gilda en þó að hámarki 10 hæstu stigaskor.
-
Allir hringir sem spilaðir eru í Safnmóti eru leiknir til forgjafar.
-
Að minnsta kosti 3 verða að mæta á safnmótsdegi svo dagurinn gildi í safnmóti FORE.
-
Leyfilegt er að taka bikarleik á safnmótsdegi ef leikinn er punktakeppni og telst þá bikarleikurinn einnig í safnmótinu.
Uppfært 15.5.2016 af Ritara FORE