
Reglur Meistaramóts
1. Meistaramót FORE skal haldið í ágúst eða september ár hvert. Þegar mótið er haldið erlendis ákveður mótanefnd tímasetningu mótsins.
2. Tíu hringir á föstum leikdögum FORE eru forsenda fyrir fullgildum keppnisrétti í Meistaramóti. Með fullgildum keppnisrétti er átt við að viðkomandi meðlimur getur spilað til verðlauna. Ef meðlimur öðlast ekki fullgildan keppnisrétt getur hann spilað í Meistaramóti FORE sem gestur, þ.e. án þess að eiga möguleika á verðlaunum.
3. Félagsmaður getur skriflega sótt um undanþágu frá reglu 2 til stjórnar FORE ef hann sér ekki fram á að geta uppfyllt skilyrðið. Aðallega er tekið mið af meiðslum og langri dvöl erlendis. Veiti stjórn undanþágu þá er litið svo á að félagsmaður hafi öðlast fullgildan keppnisrétt í Meistaramótinu.
4. Um er að ræða tveggja daga mót sé það haldið á Íslandi. Mótið skal halda þriðja hvert ár til skiptis á golfvöllum GR, utan valla GR og erlendis.
6. Mótanefnd ákveður skiptingu í holl á fyrsta degi. Á seinni dögum skal raða í holl eftir stöðu í mótinu án forgjafar. Efstu menn fara út síðastir.
8. Sigurvegari í höggleik án forgjafar skal hljóta nafnbótina Meistari FORE og klæðast Græna jakkanum. Sigurvegari í höggleik með forgjöf skal hljóta nafnbótina Forgjafarmeistari FORE og klæðast Bláa jakkanum. Þeir keppendur sem lenda í fyrstu þremur sætunum án forgjafar geta ekki unnið til verðlauna með forgjöf. Ofangreind verðlaun eru afhend til varðveislu í eitt ár.
9. Útfærsla á öðrum verðlaunum er í höndum mótanefndar.
10. Ef keppendur eru jafnir í tilteknu sæti þá gilda síðustu 9 holur á síðasta degi, síðan síðustu 6 holur, síðustu 3 holur og síðasta hola. Ef keppendur eru enn jafnir skal fara fram bráðabani í því formi sem mótanefnd ákveður.
11. Að öðru leyti gilda “Rules of Golf as approved by R&A Rules Limited”.
12. Komi upp ágreiningsefni eða vafaatriði skal mótanefnd útkljá um þau og nefndinni er jafnframt heimilt að skipa dómara í mótinu.
Uppfært 13.8.2016 af Ritara FORE