top of page

REGLUR UM BIKARMÓT FORE

 

1.Leikfyrirkomulag

  1.1 Bikarmótið skiptist í 5 umferða riðlakeppni og svo 8 manna útsláttarkeppni, sá sem 

        sigrar útsláttarkeppnina fær titilinn Bikarmeistari FORE.  

  1.2 Leiknar eru 18 holur í holukeppni með forgjöf. Forgjöf reiknast sem mismunur  vallarforgjafar leikmanna * (7/8). Sá sem er með hærri

       forgjöf fær forgjöfina á erfiðustu holurnar. 

         Dæmi: Leikmaður A: 18 í vallarforgjöf, Leikmaður B: 7 í vallarforgjöf.

                     Leikmaður A fær 18-7*(⅞) = 11*0,875 = 9,625 = 10 = 1 auka punktur á 10 erfiðustu holurnar.

  1.3 Fyrir sigur fæst 1 stig, ef leikmenn eru jafnir þá fær hvor aðili 1/2 stig

  1.4 Ef leikmaður mætir ekki á teig en á bókaðan bikarleik tapast leikurinn.

  1.5 Ef leikmaður sér ekki fram á að geta mætt í leik þarf hann að tilkynna forföll í seinasta 

      lagi 24klst. fyrir bókaðann rástíma annars tapar hann leiknum.

  1.6  Ef leikmaður mætir of seint þá tapar hann þeim holum sem hann náði ekki að leika.

 

2. Riðlakeppni

 2.1 Þeir sem eru skráðir í viðburð taka þátt í viðkomandi umferð. Mótstjóri FORE parar 

      menn saman degi fyrir leikdag. 

 2.2 Ef rástímar breytast af óviðráðanlegum ástæðum þá geta menn parað sig saman á fyrsta 

      Teig.
 2.3 Ekki er heimilt að leika bikarleik utan bikardags

 2.4 Átta efstu úr riðlakeppni fara áfram í útsláttarkeppni.

 2.5 Ef leikmenn eru jafnir í efstu sætum riðlakeppni þá er skorið úr um röð á eftirfarandi hátt:

  1. Fyrst gilda innbyrðis viðureignir

  2. Síðan ræður Sonnenborn-Berger útreikningur

  3. Ef 2 eru jafnir skal leika um sæti með umspilsleik.

  4. Ef 3-4 eru jafnir skal leika um sæti með umspilsleik og fást stig fyrir að leika á fæstum höggum á hverri holu.

3. Útsláttarkeppni

3.1 Útsláttarkeppnin er 3 umferðir og hefst með 4 leikjum 

3.2 Sá leikmaður sem vinnur sinn leik fer áfram í næstu umferð

3.3 Ef jafnt er eftir 18 holu leik, þá leika menn bráðbana frá 1.holu á sama velli þar til úrslit liggja fyrir. Ef ekki er unnt að ljúka leik vegna birtuskilyrða, skal spila fjögurra holu umspil á sama velli nema báðir aðilar séu sammála um annað, sé enn jafnt eftir 4 holur hefst bráðabani og fær sá sigur sem fyrstur vinnur holu.

3.4 Í úrslitaleik bikarkeppni skal leika samtímis um 1-4.sæti bikars.

4. Gildistaka

             Reglugerðin tekur þegar gildi.​​

 

Samþykkt af Mótanefnd FORE 1.6.2020

bottom of page