top of page

Lög Golfhópsins FORE

1. gr.

Nafn félagsins er Golfhópurinn Fore, hér eftir “Fore”. Heimili þess er að Vættaborgum 69, Reykjavík.

Tilgangur

 

2. gr.

Tilgangur félagsins er að félagsmenn hittist reglulega til að spila golf, sér og öðrum til

ánægju, og lækki forgjöf sína með aukinni hæfni.

 

3. gr

Stofnfélagar eru:

  Kristinn Már Magnússon, kt: 300482-4659

  Júlíus Ingi Jónsson, kt: 110480-4239

  Úlfar Helgason

  Þórður Þórðarson

  Kristján Andrésson

 

Meistaramót

4. gr

Félagið skal ár hvert halda Meistaramót Fore í samræmi við reglur um Meistaramót

Fore. Breytingar á reglum um Meistaramót þarf að leggja fyrir aðalfund til

samþykktar.

Safnmót

 

5. gr

Félagið skal ár hvert halda Safnmót Fore í samræmi við reglur um Safnmót Fore.

Breytingar á reglum um Safnmót þarf að leggja fyrir aðalfund til samþykktar.

Bikarkeppni

 

6. gr

Félagið skal ár hvert halda Bikarkeppni Fore í samræmi við reglur um Bikarkeppni

Fore. Breytingar á reglum um Bikarkeppni þarf að leggja fyrir aðalfund til

samþykktar.

Mótaskrá

 

7. gr

Mótanefnd skal leggja mótaskrá sumarsins fyrir aðalfund til samþykktar ár hvert.

Tímasetning fastra leikdaga

 

8. gr

Aðalfundur tekur ákvörðun um tímasetningu á föstum leikdögum.

 

Mótanefnd

9. gr

Mótanefnd er skipuð tveimur félagsmönnum og er tilnefnd í lok Meistaramóts Fore

af fráfarandi mótanefnd. Sé félagsmaður tilnefndur í mótanefnd getur hann ekki

skorast undan ábyrgð nema að fullnægjandi ástæða sé gefin að mati fráfarandi

mótanefndar. Aðalfundur getur tekið fram fyrir hendur mótanefndar og jafnframt

kosið nýja mótanefnd ef þurfa þykir.

Mótanefnd hefur heimild til breytinga á mótaskrá þrátt fyrir að þær breytingar gangi

gegn mótareglum félagsins.

Félagsmenn og árgjald.

 

10. gr.

Hámarksfjöldi félagsmanna er 20 manns. Nafnalista félagsmanna skal viðhaldið á

vefsíðu Fore. Félagsmaður missir aðild sína að félaginu ef hann ávinnur sér ekki

fullgildan keppnisrétt í Meistaramóti Fore tvö ár í röð.

Félagsmaður getur sótt um undanþágu frá aðildarmissi hafi hann ekki áunnið sér

fullgildan keppnisrétt í Meistaramóti Fore tvö ár í röð. Skal hún borin undir atkvæði

á aðalfundi Fore. Hreinan meirihluta atkvæða þarf til að undanþáguumsókn teljist

samþykkt. Aðallega er tekið mið af meiðslum og langri dvöl erlendis. Umsókn um

undanþágu skal vera skrifleg og rökstudd.

Árgjald skal innihalda keppnisgjöld. Greiði félagsmaður ekki árgjald fyrir 1. maí ár

hvert missir hann sjálfkrafa keppnisrétt í öllum mótum félagsins. Upphæð, gjalddagi

og eindagi árgjalds skal ákveðinn á aðalfundi ár hvert. Við innheimtu árgjalds skal

notast við kröfukerfi þar sem dráttavextir eru reiknaðir frá gjalddaga sé ekki greitt

fyrir eindaga.

Inntaka nýrra félagsmanna

 

11. gr.

Ef fjöldi félagsmanna nær ekki hámarksfjölda þá er hverjum félagsmanni leyfilegt að

tilnefna einn nýjan meðlim. Tilnefndur aðili skal vera meðlimur í Golfklúbbi

Reykjavíkur (GR). Kosningabarátta/áróðursherferðir fyrir tilnefningum eru leyfðar í

vikunni fyrir aðalfund.

Á aðalfundi skal kosið leynilegri hlutfallskosningu úr tilnefndum nöfnum um laus

sæti. Kosið er um eitt laust sæti í einu. Hreinan meirihluta atkvæða þarf til að

tilnefndur aðili fái kosningu. Fái engin tilnefndra aðila meirihluta skal kosið milli

tveggja efstu. Endurtaka þarf kosningu þar til ákvæði í 10 gr. samþykkta Fore, um

fjölda félagsmanna, er uppfyllt.

Nýr félagsmaður sem náð hefur kosningu öðlast rétt til aðildar eftir að hann hefur

tryggt sér fullgildan keppnisrétt í Meistaramóti Fore samkvæmt reglum um

Meistaramót.

Aðild tilnefnds félagsmanns er hægt að kæra til stjórnar fyrir 1. júlí ár hvert. Í því

tilviki ber stjórn að kalla saman félagsfund þar sem kjósa ber um hvort tilnefndur

félagsmaður missir tilnefningu sína.

Stjórn

 

12. gr.

Stjórn Fore skipa þrír félagsmenn: Formaður, ritari og gjaldkeri. Stjórn skal kosin á

aðalfundi með leynilegri kosningu til eins árs í senn. Kosið er sérstaklega um hvert

embætti. Ef atkvæði standa jöfn skal hlutkesti ráða.

Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum. Hún hefur umráð yfir

eignum og boðar til funda þegar þurfa þykir. Firmaritun stjórnar er í höndum allrar

stjórnar sameiginlega.

Bókhald

 

13. gr.

Gjaldkeri annast bókhald félagsins. Allir félagsmenn hafa rétt til að fylgjast með

rekstri þess og bókhaldi. Samþykki allra félagsmanna þarf til að skuldbinda félagið

með víxiláritun eða með öðrum hætti ef um er að ræða hærri fjárhæð er kr. 50.000.

Einn félagsmaður er kosinn endurskoðandi á aðalfundi ár hvert. Hlutverk

endurskoðanda er að yfirfara reikninga félagsins og þurfa þeir að vera áritaðir af

honum.

Aðalfundur

 

14. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp

árangur liðins ár. Aðalfund skal halda í mars ár hvert. Til aðalfundar skal boða í

tölvupósti með minnst tveggja mánaða fyrirvara og er hann lögmætur sé löglega til

hans boðað, án tillits til þess hversu margir mæta. Seturétt á aðalfundi hafa eingöngu

félagsmenn.

Á aðalfundi er handhafi Græna jakkans fundarstjóri og skipar hann fundarritara. Í

fjarveru handahafa Græna jakkans ber að kjósa fundarstjóra. Fundarritari ritar

fundargerð á tölvutæku formi og gerir hana aðgengilega félagsmönnum.

Dagsskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og skipan fundarritara

2. Skýrsla stjórnar yfir liðið starfsár

3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði

5. Lagðar fram tillögur að breytingum laga og mótareglna, ef um er að ræða

6. Kosning stjórnar

7. Kosning endurskoðanda

8. Mótaskrá sumarsins lögð fyrir til samþykktar

9. Ákvörðun um árgjöld og gjalddaga þeirra

10. Inntaka nýrra félagsmanna

11. Önnur mál

Reikningar félagsins miðast við almanaksár.

Slit félagsins

 

15. grein.

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi og renna eignir þess til

góðgerðarmála. Breytingar á lögum

 

16. grein.

Lögum þessum má breyta á aðalfundi og nægir einfaldur meirihluti atkvæða til þess

að lagabreyting sé lögleg. Tillögur að breytingum á lögum þurfa að berast stjórn

a.m.k. viku fyrir aðalfund. Lög þessi, ásamt reglum um Meistaramót, Safnmót og

Bikarkeppni, skulu vera aðgengileg á vef síðu Fore.

 

Uppfært 15.5.2016 af Ritara FORE

bottom of page